Sunday, January 30, 2005

Hugarbull i viðu samhengi

Meira er það frekar en minna, sem maður spáir í hlutina, eða? Horfir maður stundum kannski svolítið grunnt á málin? Þarf maður ekki að skoða hlutina frá víðara samhengi, hvað sem það er? EN, hvað þýðir það? Kynna sér málin til mergjar, það vilja menn meina, það er mergur málsins, hvernig sem þessi mergur er svo. Málið er með þetta víða samhengi... af hverju samhengi? Sjáum við allt betur ef það hagnir saman? Néé. SamMengi, jú, þá sjer maður allt innan sama mengis. sbr. stærðfæði. Ekki vitlaust. Eða samengi, þar sem allt er sett á sama engið, ekki sniðugt, maður sér jú allt, en ekki allt jafn vel, humm. Maður verður að hugsa um allt í réttu samhengi? sammengi? Samengi? Skv. orðabókinni er tala um samHang. Það hlýtur að þýða að við eigum að hanga saman? ha? Er þetta ekki frekar að tala um samhang(s), þá erum við að tala saman. Frekar kannski að hangsa saman. Við skulum þá bara tala um allt í nýju ljósi? Nú fór ég fram úr sjálfum mér, ég missti marks, enda kolniða myrkur, sé ekkert í nýju ljósi. eða?

2 comments:

Sveinn said...

Hver er til þess að segja að fyrstu hughrif manns af einhverju máli séu röng. Hver er til að segja að maður komist að réttri niðurstöðu ef maður hugsar meira um málið. Gæti ekki verið að með því að kafa dýpra í málið sé maður einmitt að fara út af sporinu og synda í hyldýpi heimskunnar og rangleikans?

Ásta Kristín said...

Jahá! Naest á dagskrá er ad endurvekja sunnudagshugvekjuna á RÚV, thar sem thú getur predikad á heimspekilegum nótum.

Annars hallast ég ad thví ad hugsa minna en meira, maeli samt alls ekki med thví, thá getur brádraedid hlaupid med mann í gonur.