Tuesday, February 01, 2005

Koma timar, koma rað°?


Olían burt
Originally uploaded by Hlynur Sig.
Það eru til spámenn sem spá því að olía muni aðeins endast okkur í um 10 ár í viðbót. Reyndar eru það ekki spámenn í þeirri merkingu, heldur spámenn nútímanns (þeir skiptu um nafn þegar þeir gengu í annað verkalísfélag) vísindamenn. Þannig að það er nokkuð ljóst. Olía, hið göfuga eldsneyti, er að yfirgefa okkur. Það er svolítið kaldhæðnislegt að segja það en það mun gerast í okkar tilvist. Við getum ekki skellt skuldinni á afkomendur okkar. Nú er Staðardagskrá 21 í verki að tala. Það er engin tilviljun að stríð um olíu sé í gangi. En þetta stríð er einungis seinkun á vandamálinu, Bandaríkjamenn munu tóra örlítið lengur en aðrir. Hvað erum við að reysa álver hingað og þangað, okkar litla Ísland? Hvert fer þetta ál? Líklega endum við uppi með ekkert þegar olían hverfur, ekki er vilji til að búa til vetni, sú umræða er yfirleitt kæfð áður en hún byrjar.
Ég sé fyrir mér, þegar ég verð orðinn hönnður landslags, að ég muni að hanna götur og stíga fyrir hesta eins og i gamla daga. Engin olíumöl. og sjálfsþurftarbúskapurinn verðu aftur við líði. Þó ekki jafn mikið og í denn, en hann kemur aftur. Ég hugsa að við gætum nýtt okkur rafurmagnið á einhvern hátt, en mikið óskaðlega verður það erfitt án olíu.
Ég ætla ekki að hafa þetta mál lengra, heldur einungis að bera út boðskapinn.

2 comments:

Sveinn said...

Það er nóg af orku allstaðar í kringum okkur. Það er bara spurning um að finna tækni til að nýta okkur hana á hagkvæman hátt. Muna skalt þú á orka eyðist ekki heldur fer aðeins úr einu formi í annað.
Og eins og ég hef sagt þér áður þá nýtist ál ekki bara í álpappír. Ál er nefnilega sterkur léttmálmur sem er nýttur í vélar og bíla sem þá um leið gerir þá léttari, ryðfría og þar að leiðandi sparneytnari.
Óttist eigi.
Koma tímar koma ráð.

Anonymous said...

Lýst vel á þetta og legg til að við stofnum fyrsta bíllausa bæ Íslands árið 2011 : ) Hafðu vegina svona hestahraðbrautir eins og í Lukku Láka þar sem hægt er að hoppa yfir á ferskan hest á 5 km fresti. Svo þarf að vera vinstri umferð svo konur í söðli lendi ekki með lappirnar uppí fang á þeim sem þær mæta...
Agnes