Skólinn er byrjaður, maður finnur fyrir því. Ekki hægt að kvarta, maður er kominn hingað til að læra og læra vel. Það er samt nóg að gera, allt er þetta áhugavert. Ég sé fyrir mér meiri lestu en hingað til, en það hlýtur að vera hægt að koma því mynstri á einhvernveinn. En svo kom eitt uppá...
Fimmtudaginn síðasta 13. jan. var SöfnunarHúllumhæ hjá okkur á öðru ári, haldið á Indriðastöðum (hér ekki langt frá). Það var voða slæmt veður og ekki gott að vera á óbreyttum bíl. En húllumhæði var haldið og þeir skemmtu sér vel þeir er komu. Svo leið kvöldið, framhald á Hlégarði (eitt af skólagörðunum). Þá var maður nú farinn að sjá og skinja ýmislegt, og ekki. Farinn að sjá fólk sem maður vissi ekki að væri á svæðinu, ræða gríðarlega alvalega hluti, varðandi brandara, hvað var í bollunni og fleira held ég. Nema hvað daginn eftir vakna ég og er... þunnur, svo kemur það betur í ljós að ég er... þreyttur og sofna aftur... vakna og átta mig á... Flensa. Æ. Þá var sofið alla helgina og vonast til að hún færi sem fyrst, það hljóomar stundum kjánalega, en nú verður maður að vera við heilsu til að læra.
Að hella úr sér allt vit
þá endrum sinnum
gefur af sér glöggt slit
og grunnt í minnum
Að öfga heila einatt
þá öllum stundum
aftur kemur upp flatt
og af ígrundum
Að standa hjá og stara
þá stundum bara
þornar uppi þvara
og þá skal fara
Að gera eitthvað göfugt
þá getur borið
sveigir allt og öfugt
og upp er skorið
No comments:
Post a Comment