Jeg a það til að ætla mer um of. Þetta ár byrjar þannig. Ég ætla mér að klippa helling af videoi sem ég hef látið sitja á hakanum, ætla mér að gera heimasiðu sem mun litast svolítið af gróðri og hreinlega öllu. Ætla mér að vera skipulagður í lærdómnum að þessu sinni. Leggja meiri stund við tölvuna á einn eða anna hátt og það sem er svolítið klassískt en það er að taka af ser jólasteikina, humm. Þetta er bara það sem mér dettur í hug í augnablikinu. Ég er loks búinn að koma kayaknum mínum austur, ef einhvern langar í kayak þá er ég til í að skoða það að láta hann, þar sem maður telst nú ekki til Kónga og huldufólks núna í augnablikinu, en annars er ég alveg sáttur við að halda honum. Bara ef...
Annars voru Jólin góð en það er þó samt mjög gott að komast aftur heim á Hvanneyri.
Þessa stundina legg jeg mikla stund við það að skilja nýtt stýrikefi i tölvunni minni sem LogiHelgu var svo góður að setja upp fyrir mig. Þetta virtist flókið í fyrstu en er þetta það ekki, bara að PC væri svona einfalt og flott, þá mundu þið skilja þetta.
Já, nýja árið lofar góðu og ég er spenntur að takast á við umheiminn. Svo er líka hækkandi sól. :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
HÆ Hlynur! Rakst á síðuna þína í gegnum hana Katrínu, gaman að því! :) Ég hef nú bara ekki séð þig í áraraðir!!! Bið að heilsa þér knúsarinn minn!
Kveðja,
Tinna Hrönn
www.blog.central.is/tinns
Post a Comment