Friday, August 04, 2006

Hvanneyri vs. Skandenavia

Á morgun (í fyrramálið) ætla ég að hitta vel valið lið frá Hvanneyri í Osló. Málið er að hvanneyringar 14 ætla til sakndenavíu að skoða mjaltarvélar og tré og mig langaði alltaf með, Egill félagi minn forfallaðist í ferðina og því er sæti laust og mér bauðst að fylla í skarðið og það aðallega fyrir tilstuðlan Benna babe. Allavega, ég fer (vonandi, á eftir að kaupa miðann) til Osló á morgun og svo kem ég síðar meir frá Stokkhólmi þann 14 ágúst... og þá taka við önnur ævintýr.

Farið vel með ykkur.

1 comment:

Anonymous said...

blessaður...
ég hefði nú verið til í að koma með ykkur í þessa ferð...
Njóttu lífsins, og Tuborg.

bk, Frikki