Í áfanga nokkrum hér í Lanbúnðarháskóla Íslands er manni farið verka að gera svokallað UMHVERFISLISTAVERK. Ég fór með þvottasnúrur út í Miðhúsaá og hengdi í þær vínflöskur á hvolfi. Þetta á að tákna, afvötnun.
Þvottasnúrur = þurrkun,
Vínflöskur= áfengi og
krafturinn í flúðunum og ánni á að tákna kraftinn í mðeferðinni eða eitthvað svoleiðis.
E.s. þetta þýðir samt ekki að ég sé hættur að drekka, þetta er fyrir mig að gera en ekki ykkur að túlka.
2 comments:
Brilliant hugmynd ;)
Greinilegt að Landbúnaðarháskólinn er allveg að gera sig
Kv Stína
Á þessu verki má greinilega sjá að höfundur er að biðja um hjálp til að takast á við áfengisvanda sinn.
eða....
Snúrurnar tákna snúning jarðar. Flöskurnar tákna öfugsnúið þjóðfélag. Og Flúðirnar eru myndtákn fyrir Ísland.
Semsagt íslendingar eru öfugsnúnir Jarðarbúar.
Nei sennilega fyrri skýringin.
Á snúru flöskur út í flúð
hanga flestar tómar
betra ef brennivín fengist í búð
þá blindfullir værum við rónar
Post a Comment