Thursday, March 03, 2005

Ristilskoðun

Í gær, 2. mars, fór ég i ristilskoðun. Bara að gamni. Ég borðið ekkert í sólarhing fyrir, nema nokkurskonar lexerolíu.

VIÐKVÆMIR ÆTTU AÐ HÆTTA AÐ LESA NÚNA!!!


2003ristillMYND
Originally uploaded by Hlynur Sig.
Maginn var svo rosalega tómur, bara vatn í honum að allt affall líkamanns var... bara glært, drepfyndið. Kem ég svo á læknamiðstöðina í Mjóddinni og þar tekur á móti mér myndar kvenmaður og segir mér bara að fara eitthvað á bakvið (bendir á skilrúm) og fara úr að neðan. Humm. Svo fékk ég reyndar líka buxur með rassgati til að fara í (svipað nærfatnaði kúreka).
Þegar sjálf aðgerðin byrjaði fékk ég nokkrar sprautur og varð alveg út úr korti við það. Eins og ég væri haugafullur. Svo kom að því. Myndavélin í gang og alles klar. Ég horfði á skjáinn og horfði á mína eigin ristil-píslagöngu. Það var skrítið, en ég man eiginlega ekkert eftir því, var svo helv... ruglaður. Var svo færður inn í sal þar sem var fullt af sofandi fólki... og ég sofnaði líka. Um klst. síðar var ég vakinn (svolítill svimi) og þá hitti ég lækninn. Hann sagðist hafa skoðað ristiinnl til enda og fór 1,5 m upp í görnina, ÆÆÆ. svakalegt. En ég var heilbrigður, gott nokk. Þetta var með ólíkindum létt allt saman.
Ekki leið á löngu áður en ég var farinn að borða aftur eins og vitlaus væri. (meina, ég er heilbrigður, en má alveg vera vitlaus, er það ekki?)

NÚ MEGA ALLIR LESA AFTUR
Mæli eindregið með ristilsoðun, gefur líifnu gildi.

7 comments:

Anonymous said...

Verst fyrir þig að vera svona dópaður og geta ekki notið þess að vera með anal probe 1,5 metra upp í rassgatinu á þér.
Ef ég fer í svona þá ætla ég ekki að fá deyfingu.
mmmmmmmmmmmm

Anonymous said...

Nú er ég ánægð með þig. Af gefnu tilefni er nausynlegt fyrir ykkur bræður að fara. Nú áttu bara eftir að segja Pálma hvað þetta er isí og skemmtilegt.
Láttu nú sjá þig þegar þú kemur í bæinn, ég skal meira að segja gefa þér að éta.
Góða helgi kallinn minn :-*

harpa said...

falleg skrif hlynur.. virkilega!!

Anonymous said...

Og skemmtilegur forrettur tegar krulladar 2 MIN noodles er adallretturinn.
Agnes

Anonymous said...

Hæ Hlynur, var að skoða síðuna þína í fyrsta sinn. Mjög skemmtileg og fróðleg frásögn af ristilskoðuninni þinni. er að hugsa um að skella mér í eina svona.

Anonymous said...

Af fjölda kommenta má lesa það út að þetta hafi verið einkar skemmtileg skrif.
Meira svona Hlynur.
Þú getur prófað að birta mynd af Sig Urði. Það gæti virkað líka.

Hvar er Axel!!! said...

Ég er stoltur af tér, ekki bara tad ad hafa farid í ristilskodun, heldur líka ad hafa skrifad tad á bloggid titt.
Ég er búinn ad léttast um 6 pund sídan ég las søguna, hef bara ekkert getad bordad sídan ég las søguna, árangurinn er tér ad takka ;)