Tuesday, October 19, 2004

Göngur

Brattabrekka endalaus segir í textanum. það eru næstum því orð að sönnu.
Á laugardaginn 18. okt fórum við fimm héðan frá hvanneyri, öll í UMSK II enda var þetta fjáröflun, í gögnur með fullt af örðu fólki sem við þekktum ekki. Ég, Brymja, Mari, Siggi og Stefán fórum galvösk. Strax í upphafi var okkur skipt upp í byrjun þannig að við hittumset ekkert fyrr en síðar um daginn, þá er ég að tala um okkur Hvanneyringa. Mikil þoka var þennan dag og því spurið maður sig oft að því hvaða gagn væri í þessu, en jæja, þá er bara að hrópa meira og ganga. Þegar langt var liðið á annars ágætan göngutúr hitti ég aftur Brynju og við fórum að spjalla um daginn og veginn. Þar sem mest að rollunum voru komndar í leitirnar var ekki mikið eftir að gera en að reka þær bara til byggða. Við vorum greinilega aðeins rólegri í tíðinni en hinir þar sem við tíndum hinum. Þá vorum við vilt. Við héldum að við mundum ná hópnum er liði á en allt kom fyrir ekki. Við hringdum í Sigga til að tjékka okkur af en hann var líka viltur, þó var hann vilturm með vönum manni. Við fundum síðar lækjarfarveg sem við stöldruðum við. Ættum við að halda sama spori, með vindinn í bakið, eða ættum við að fylgja læknum, með vindinn í fangið? við notuðum eftirfarandi aðferð til að útkljá málið: við hugsuðum tölu milli 0 og 10 og ef samanlögð summa okkar yrði oddatala færum við með vintinum en stlétt þýddi með vindinn í fagið. Við völdum BÆAÐI 7 og því eltum við lækinn. Nú vorum við komin í hringi, töldum við. en svo fór sem fór að við sáum loks byggð og gengum niður, þá í gegnum lítið grenifrímerki, það var bara rómantískt að fá þéttplantað grenið framan í sig. Við komum að veginum og þá komu þau hin og tóku okkur upp í. Skemtilegur útúrdúr hjá okkur bryju sem varaði í rúmar tvær klst. Ég er að gera tiltölulega langa sögu stutta en...Mæli með þess.

2 comments:

Anonymous said...

Hlynur! Þýðir þetta að núna geturðu komið mér í göngur upp á Aðalbóli? Okkur vantar alltaf einn sem týnist!

Kv,

Hrafndís

Þórunn Gréta said...

Hæ! Ég fann þig a.m.k. í frumskógum vefheima og í tilefni af því færðu hlekk.