Tuesday, October 26, 2004

Gaman í prófi

Ég var að koma úr prófi sem ég var löngum stressaður fyrir, munnlegt próf í áfanganum Umhverfisskipulag III. Ég spjallaði eilítið og skalf svolítið, en það var greinilega góður skjálfti, þar sem ég stóð mig fínt, að mér fanns og svo sögðu þær mér ýmsar einkunnir og ég er liggur við rogginn eftir þessa meðferð. Ekkert liggur við, það rignir upp í nasirnar á mér. en jú, það er allt alveg magnað að gerast. Twingó er aftur kominn á gott ról þökk sé bróður Pálma, Pústið gott, og allt gott... langar einhvern í twingó? fæst fyrir sanngjarnt verð, eða sonna. En nú hefst ný stuttönn og þá er.. eins og það er. hvað getur maður sagt, bara ánægður með kallinn.

No comments: