Tuesday, September 21, 2004

Þýskaland- Norköbing

Ég skrapp til þýskalands í síðustu viku (14.-19 sept). Jón Júlíus, sá ágæti gaðrykjumeistar minn, bauð mér með til Þýskalands daginn fyrir brottför. Við fórum 5 úr vinnunni og allair jafn hressir, eins og alltaf. Annars voru um 20 íslendingar sem fóru.
Tilgangur ferðarinnar var GARÐYRJUSÝNING, sem var hreint út sagt meirihátar og get ég ekki lýst henni betur ern svo að þetta er eitthvað sem gleymist seint. Mikið upplevelsi. Margt og svo meira að skoða og aðeins of mikið meira að segja. Eftir að hafa gengið gólffleti á stærð við 10 Laugardalshallir, fórum við oftast niður í bæ á steikhús og annað, og oftar en ekki kom hinn góðkunni þýski bjór með í för.
Hafði ég meðferðis heim aragrúa bæklinga af sýingunni og að sjálfsögðu (þar sem ég var þarna að haustlagi) heling af fræum, spurning hvot mér takist að koma þeim á legg.
Stórskemmtileg reynsla sem ég bý alltaf að. Kynntist helling af skemmtilegu fólki í garðageiranum, hvort sem er í Þýskalandi eða Íslandinu.
Mæli með Þýskalandi, nú er það dellan.

2 comments:

Sigga Hulda said...

hæ sæti.....
lennti inn á þessa síðu fyrir algera tilviljun, gaman að geta fylgst með þér.
Kveðja frá Akureyri
(Rútu) Sigga ;)

Sveinn said...

Sæll Hlynur minn gott að vita að þú ert enn á lífi. Hér með hef ég gefið þér þann heiður að komast á krækjulistann minn
Kveðja Svenni
www.sveinnel.tk