Nú er öldin önnur, hellingur góðra nemenda er farinn af vetvangi og á ég eftir að sakna þeirra allra. Það er mikill missir af þeim; sem hafa lagt sig í líma við að halda saman skemmtilegum samkvæmisleikjum og þessháttar glensi. Það er þó skárra að haugur að nýju liði er komið í skotgrafir Hvanneyringa og mundu þeir einu nafni heita nýnemar. Einhvertíman verða þeir samt eldri nemar, en ekki strax, best að njóta þess sem liðið er og taka framtíðinni með varúð því maður þekkir ekki þetta fólk og ég veit ekki hvort það er ráðlegt, nóg var af fólki fyrir, en svo fór sem fór. Gamli bekkurinn minn er þó enn vel við líði og enn jafn sprækur og fyrri daginn, bara gleðilegt. Jú, maður á sjálfsagt eftir að kynnast einhverjum framtíðar glensurum af öllum stærðum og kynjum hér á svæðinu og er ég bara nokkuð bjartsýnn, þetta verður farælt. Skólinn er hinsvegr að ganga að manni dauðum, ég hef lagt hugan í bleyti hvort maður átti kannski að leggja stund við annað nám? Kannski að gerast umsjónarmaður kirkjugarða, eða líkkystu smiður, þar til að ég átta mig að ég er ekki með hausinn á yfirborði bleytunnar heldur að ég er kominn á bólakaf, þá er bara best að halda sínu striki, læra, en það sem ég vildi sagt hafa, nóg að gera í skólanum. Bjórinn hefur ekki komið mikið við sögu að undanförnu og er ég í skýjunum yfir því, ekki það að ég sé kominn á eiturlif heldur er til íslenskt máltæki sem tekur á skýjafari. Jæja, best að hætta þessu bulli og fara að læra því á nógu er að taka.
Salut
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment