Vig-festival. Það er málið, sértu staddur í Vig á þessum tíma þ.e.a.s.. Ég held að það sé ekkert spes að vera ekki heimamaður og ekkert sérstaklega upplagður og vera ekki með í þessum hátíðahöldum. Hvað var nú þetta. Vig festival er minniháttar Roskilde-festival, ekki jafn alþjóðleg og hún. Ég var á þeim báðum þetta árið. Það voru slatti af útlendingum á Roskilde en meira um heimamenn á Vig festival. Vig festival er líka meira stílað á dani, enda kemur það berlega í ljós þegar maður les dagskrána og þau bönd sem troða upp, danir, danir... danir líka. Ég var á hátíðinni að vinna á kaffihúsi. Mín alræmda danska kom sér vel þarna, það veit enginn að ég kann hana (ekki einu sinni ég) og það nýttist ágætlega þegar "lóakollurnar" vildu þjónustu. Ég reddaði þessu alveg, eða það held ég, hvað á maður sossum að halda þegar maður skilur ekkert hvað þeir segja, þeir tala svo hratt.
Það ringdi dag eitt, fim 8. júlí 2004. Ég var að vinna, vaktin var búin snemma og eftir hana fór ÉG að þyggja smá af veitingunum, enda voru það launin, frítt á svæðið og það sem maður gat í sig látið. Auðvitað prófaði maður allt á bostólnum, og tiltölulega flest var áfengt, það var nú að renna upp stórafmæli hjá drengnum, come on. Iris Coffe, Lomommba, Alkakrap og að síðustu, Fishermansfrend-snafsar. hehe. Það stytti upp um kvöldið og dagurinn mikil rann upp. Ég hef náð því að verða gamalmenni. 25 ár. Ég var ekki eins fullur fanst mér eins og þynnkan daginn eftir bar kennsl um.
Sól og blýða, 9, júlí. AFMÆLI Ég var vakinn og dreginn í vinnuna, á kaffihúsið, þar beið mín kaka sem stelpurnar bökuðu handa snáðanum, umm. Hinberjakaka. Áður en hún var spisuð var sunginn langur afmælissöngur sem ég skildi ekkert í, tók ég fram að hann var langur í mörgum erindum sem öll veirtust eins. Allavega, afgreiðsla eftirleiðis. Þrátt fyrir að vera í vinnunni var mjög gaman enda gott fólk að vinna með.
Rigning, lau 10. júlí. Þarna náði ég að klára vaktina mikið á bak við tjöldin, ég var gæinn sem sá um að fylla á. Slapp svo mikið við að tala núna, enda snúin tunga, eiginlega þvers. Um kvöldið eftir vakt sá ég stórkoslegt band spila shapa duo eða eitthvað þannig, tveir ásláttahljóðfæraleikarar og einn afrískur söngvari, danskir samt. Stórkoslegt. Ég og einn danlendingurinn, Morten, skemmtum okkur konunglega. Eftir tónleikana fóru allir sem fara áttu í burtu, þ.e. ekki starfsmenn, eins og ég, voleiðis. Þá fór ég inn í tjald til þeirra sem voru að selja bjór, ég hjálpaði lítið eitt við tiltekt og svo fengum við okkur bjór inni í tjaldinu, svo var ég látinn bera ísvél, staurfullur snáðinn þó ekkert sæist á honum, út í flutningabíl. Ekkert langt sossum bara 20-30 metrar en vélin var þung. Allavega, mér tókst það, fór svo heim og sobbnaði, svaf lengi.
No comments:
Post a Comment