Wednesday, February 23, 2005

Hafnarfjall- mandag


Hafnarfjall 21 feb2005 037
Originally uploaded by Hlynur Sig.
Kalli sagðst ætla upp á Hafnarfjall við Marínó á bókasafninu á mánudaginn. Veðrið var stórkoslegt, þokumulla yfir öllu, en bara í 10 metra hæð. Þar sem ég er nú þekktur fyrir að vera lipur í spori, datt ég í göngugír. Við þrír héldum svo upp brattan. Þetta var brattara en ég atti von á. en við komumst klakklaust upp. Fallegt var yfir að litast, sérstaklega þar sem lá þoka yfir öllu undirlendinu. Ég tók af mér skóna og skildi eftir á skómottunni, sem ég hafði tekið með mér. Ekki vill maður spígspora berfættur á fjallstoppnum, vitandi af skónum í grjótinu, néé. við vorum komnir heim, jahh uppúr 7 minir mig. Þ.e. þrír tímar þá í labb á að giska.

1 comment:

Anonymous said...

Er þetta nú sniðug afþreying, upp á fjall og aftur niður sama daginn án þess að hafa neitt að gera þangað?