Wednesday, October 13, 2004

Árneshreppur

Hreppur á hjara veraldar. Strandirnar, Vestfirðir. Þarna búa 50 manns á veturna, en 200 á sumrin. Yfir snjóþyngstu mánuðina lokast vegurinn þangað og erfitt um samgongur á landi. Ég og þrjár bekkjasytur mínar skruppum þangað í leiðangur til að átta okkur á aðstæðum fyrir verkefni, fyrirlestur sem við eigum að halda á föstudaginn. Verkefnið heitir. Árneshreppur og framtíð hans?
Þetta er ein magnaðasta ferð sem ég hef farið og nokkrar ferir hef ég farið fyrir. Ég og félagi minn Tvingó, auk Belindu, Hrafnhildi, og Jónu, f´rum galvösk, með tilbúnar spurningar fyrir fólkið sem við ætluðum að hitta, banka á bæji og spjalla. Við Lögðum í hann á Mánudagskvöldi 11 okt og fyrir einhverra undarlega tilstuðlan vorum við langt á undan áætlun, þá svo að við höfum verið langt á eftir áætlun er við lögðum í hann frá Hvanneyri. Við Gistum á Bæ, Kiskjuból, ekki svo langt frá Hólmanesi, og þaðan fórum við svo morguninn eftir af stað, eftir að hafa rætt við ábúandann á Kirkjubóli, Jón Jónsson (hann heitir það og er snillingur) við erumkomin í Árneshreppskömmu eftir hádegið og stoppum á bænum Djúpavík, þar sem hjánakornin Ási og Eva (systir Jóns Inga, félagsfráðikennara í ME) spjlluðu MIKIÐ við okkur. Þau höfðu frá mörgu að segja, mjög, þú, lesandi góður, getur ekki ímyndað þér það. Það var leiðinlegt að þurfa að fara frá þeim en við þurftum að reyna að halda áætlun, (samt langt á eftir). Þá komum við í Kaupfélagið (eina verslunin á svæðinu (fær vöru mestalagi einu sinni í viku)) það sem Margrét tók á móti okkur ásamt bónda sínum og Oddvita Gunnsteini. Eftir stuttar samræður í Kaupfélaginu, svona hálf stund eða svo, vuðu þau okkur að koma heim og gef okkur nokkra kaffidropa (þau lökuðu bara kaupfélaginu á meðan). Við náðum miklu upp úr þeim og merkilegast fanst mér hvað svartsýn þau voru á framtíðarmöguleika svæðisisins, magnað alveg hreint, hefð ekki trúað þessu, en mér fannst það nú alveg ótúlega fyndið samt. Allavega gott fólk. Í skilnaðarskyni gaf bóndi okkur einak af sögubók sinni (man ekki nafnið) með áletrun. Vví næst var Árnes, það var að fara að rökkva. Ábúendur þar Hrefna, Valgeir, á einum bænum og Jóhanna og bóndi á næsta. Eru sko tveir bæir á sama bæ. Bræurinr eru... jahh, bræður. Sko, húsbændurninr. Já, allavega, meira kaffa, heitt og gott. Valgeir sýndi okkur Hanverkssafnið sitt KÖRT og þar kenndi ýmissa grasa. Svo var ákveðið að bruna heim á Hvanneyri. Það skal tekið fram að púströrið á Hr. Twingo klofnaði á leið í Djúpuvík, ekki á bakaleiðinni. Já, við keyrðum, brumm brumm. Brumm brumm. Er Belinda hafði bundið pústið upp tvisar (maður má nú ekki láta stelpurnar vera aðgerðalausar) var loksins komist út fyrir hreppamörk. Er þarna er komið svið sögu höfðum við sett markið á að vera komin um miðnætti. Við Brumm Brumm fram hjá Kirkjubóli og þá kemur brú... CRAZZ. útaf, þrjár veltur... Nei, djók. Það hvell sprakk á tveimur, báðum vinstra meginn, það var svo fyndið. Það var hola við brúarbrún og Twingó varð að stynga sér með þeim afleiðingum að við komustum ekki lengra. við gistum því aðra nátt á Kirkjukjóli. Morguninn eftir fá ég Jón Jónsson í lið með mér og þá sagði hann mér að álfaklettur illur sé við brúnna, úúúú. Svo fer ég á Hómvík og hitti þar drikkfeldinn mann, Kristján, og fá hann til að líta á dekkin mín. Niðurstaða, Felgurar voru beiglaðar en dekkin í lagi, svolítið sérstakt. Þannig endagði það að hann lét mig borga 3500 fyrir að rétta felgurar með slaghamri og setti dekkin aftur á. bölvað tjasl. Loks gætum við haldi leið okkar áfram og vorum komin á Hvanneyri um 4 leitið.
Það sem þessi ferð kenndi mér var: fá sér stærri bíl og halda dagbók um ferir sem maður fer (þú ættir að gera það sama) það verður helvíti gaman að lesa þetta síðar á etirlaununum.


S.E.. ég kann ekki að gera krækjur.

1 comment:

Sveinn said...

Ef þú færð þér annan bíl ertu ekki Hlynur lengur. Twingoinn er orðinn hluti af þér og þú mátt ekki skilja við hann.