Saturday, September 25, 2004

Sundlaugapartí

Það er, liggur við, of mikið að gera hér á Hvanneyri, það var gríðarlegt sundlaugapartí á fimmtudagskveldið og ég held að ég sé að missa drykkjugetuna, allavega líður mér ALDREI sæmilega daginn eftir, það er alltaf hevlíti. En maður hefur heyrt að þetta versni mað árunum og þá spyr maður sig, hvað hef ég að gera með allar þessar árur?

6 comments:

Sveinn said...

Drekka meira. Þú drekkur bara einfaldlega ekki nóg

Anonymous said...

Hæ Hlynur, gaman að sjá þig hér á veraldarvafstri.
Ég fann þig í gegnum hana Eyrúnu austfirðing eyruna.blogspot.com en við erum saman í skóla, jei! Hey, hafðu það gott á Hvanneyri, ég bið að heilsa honum Sigga sæta og veriði duglegir að drekka og enn duglegri að læra, aðeins þannig hefst þetta! Já og svo verðuru að vera góður við eina busastelpuna, hana Helgu Þuríði frá Ísafirði.
Bestu kveðjur frá Osló
Sigga Gísla from ísafjörður rock city
áður bæn2 nú stud.med.vet í osló.

Esther said...

Missa drykkjugetuna? Nöhautz! Því neita ég að trúa, allavega ef ég á að miða við kvöldið á "gamlafólksbarnum" hérna um daginn! :)

Esther
http://glubb.blogspot.com

Anonymous said...

Glæsiæegur..ég linka þig við fyrsta tækifæri....

maggitoka

Alma Rún said...

Hæ Hlynur :)
Hvað segirðu þá?
Til hamningju með síðuna;) verður gaman að fylgjast með þér. Gef þér hlekk;)
Er mig að misminna eða ertu ekki að fara í vísindaferð til VÍS um næstu helgi með skólanum þínum ásamt skólanum á Bifröst?
Kv. Alma Rún

Anonymous said...

HlynurVinur!! Magnað hvað hægt er að finna á þessu neti - í sakleysi mínu var ég að hlæja að tannlæknasögum og öðru hnittnu á síðu Sigmars bónda, þegar ég rak augun í link á þig!! Til lukku með fína síðu! Þetta er mjög hentugt þar sem maður er á leið af landi brott, en með þessu móti er einmitt svaka þægilegt að frétta af þér. Ætla einmitt að fara að gera mína að alvöru síðu: katrinhogna.blogspot.com!
Bestu kveðjur, Katrín.