Saturday, October 30, 2010

Eiðar falir?


Eru Eiðar falir? Eigandi þess situr í fjárhagsörðuleikum, að mér skilst. væri ekki réttast að bjarga honum lítið eitt og kaup af honum Eiða? Við sem heimamenn og satt best að segja, helstu hagsmunaaðilar svæðisins. Væri ekki rétt að láta þetta í hendurnar á þeim sem þykja vænt um staðinn og vilja gera eitthvað þar, þá meina ég GERA eitthvað þar. Ég vil ekki niðra eigendur staðarinns neitt, en jeg held að þeir væru betur settir án Eiða, ábyggilega vilja þeir allt gott fyrir staðinn, ég efa það ekkert, en ég held að hann væri betur í höndum heimamanna. Ekki sveitafélagsins, ekki geta þeir gert neitt og ekki öfunda ég þá um þessar mundir.
Hugmynd mín er þessi.
1) Hlutafélag
Stofna "hlutafélag" sem sér um það að kaupa þetta og halda því við (því húsakynnin eru kannski ekki upp á sitt besta) peningar peningar, en þetta eru bara peningar, mér hefur sýst að það sé jafn auðvelt að búa þá til eins og að láta þá hverfa. Annar hef ég ekkert vit á peningum, en fyrst við (homo sapiens) bjuggum þá til þá er eins gott að hafa þá með okkur. Sem sagt, Hlutafélag. Eiðar voru seldir 2001 "lægstbjóðanda" og honum settir ákveðnir skilmálar. Ég veit ekki hvernig málin standa, en gott vori að komast að því, ÁÐUR en ég held áfram, en þar sem þetta er mér það mikið kappsmál, þá held ég bara áfram. Segjum að ef við gætum kept þetta á sama pening og núvernadi eigendur fengu það á þá eru það 270 manns sem þyrftu að skaffa 100.000 kall hver. (27. milljónir). það er ekki neitt. Á Eiðum hafa verið miklu miklu miklu fleiri nemendur en það og jeg hugsa að fólk sem þar sótti skóla vilji gjarnarn sjá eitthvað meira gerast þar heldur en að láta náttúruna taka yfir.
2) Starfsemi
Hvað ættum við að gera á Eiðum? Jeg hef mína hugmynd/ir. Ein þeirra er útfærsla á fyrri blogg-færslu minni. Eins konar elliheimili. Í dag er mikið talað um að nota lífeyrissjóðina í að "bjarga" íslandi, jee right. Ég vil að hver og einn íslendingur sem hefur unnið alla sína ævi eigi að njóta ellinnar, HVER OG EINN, og ætti það eiginlega að vera að forgansmál stjórnarskrárinniar. Það segir í göfugu máltæki "í upphafi skal endinn skoða". Í fyrri bloggfærslu segi ég frá því hvernig einn lífeyrissjóður sér um elliheimilið dag frá degi. Önnur hugmynd væri að breyta þessu í SPA-hótel, "all year around". Við erum með alþjóðaflugvöll í nágrenninu... þarf ég að segja meira?
3) er þetta hægt? getum við staðið saman, við sem löngum hövum haft orð á okkur fyrir að vera þursar, hver í sínu horni? JÁ, við getum það, því að... ef við gerum það ekki, gætum við átt í hættu að vera ráðskast með okkur fram á síðasta dag. Það viljum við ekki. Við viljum vera þursar í okkar eigin samfélagi, þar sem allir eru litlir þursar (sumir vilja kalla þetta smákónga) og allir geta gert hvað sem þeir vilja. Jeg meina, við eigum það skilið, ekki satt? Ég ætla ekki að fara frekar í hugmyndir mínar að elliheimilinu, en þær gætu verið heilt DR. verkefni, og ég er ekki einu sinni búinn með master, hehe.

Jæja, hvernig lýst ykkur á?

1 comment:

Þórunn Gréta said...

Þetta mál var algjör hneisa og ég er með.