Thursday, September 28, 2006

Karahnjukar


Karahnjukar
Originally uploaded by Hlynur Sig.
Myndun Hálslóns er hafin. Sökkvum hálendinu.

Það var aldrei ætlun mín að bera út þær váfréttir að búið er að stífla Jöklu, Allir ættu að hafa orðið varir við það nú þegar. Það vill bara þannig til að um sama leiti og Jökla var stífluð, þá var ég það líka. Hausverkur og slen, sumir nefna það pest. Ég er að velta því fyrir mér, eða geri ég það bara í óráði mínu í skjóli pestarinnar, er náttúran að deila með sér kvölunum. Eitthvað undarlegt er á seiði.
Takiði líka eftir öðru. Það er ljón í stálinu við fyrverandi hjágöng Jöklu. Þetta kom mér svolítið á óvart. Myndin er fengin frá karahnjukar.is og ég mæli bara með að þið kannið þetta sjálf. Mér brá svolítið. Kannski er ég bara með óráði.

9 comments:

Anonymous said...

HAHAHAHA
Hlynur Photshoppari
þetta er orginalinn http://www.karahnjukar.is/img/articlepics/lokun13_28_09_06.jpg og þarna er ekkert ljón

Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Jeg notaði photoshop bara til að styrkja stuðning minn. Það er ljón/vættur í berginu á mjög svipuðum stað í stálinu ef þú rýnir betur, á orginalnum meina ég. Skoðaðu nú aftur.

Anonymous said...

Þá er hér kannski kominn 5. Landvætturinn sem á eftir að gæta stíflunar og vernda um alla eilífð.

Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Jahh, við skulum vona það, ekki veitir af.

Anonymous said...

Hlynur "vinstri græni" Sigurðsson

Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Hvað á maður að gera, ekki eru til hægri grænir.

Anonymous said...

Það eru til bara grænir....
En það er rétt hjá þér. Þarna er ljón, eða úlfur. Magnað!

Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Já, það er sagt að allt sé vænt sem vel er grænt og að sama skapi á grasið að vera grænna hægra megin. Það er nú eitthvað Bogið við þessi orð, er það ekki?

Anonymous said...

Það er rétt Hlynur við stofnum bara flokk, hægri grænir.